Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 17:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah gagnrýnir stuðningsmenn Liverpool - „Svona högum við okkur ekki"
Mynd: EPA
Mohamed Salah varð fyrir vonbrigðum með stuðningsmenn Liverpool þegar þeir tóku sig til og bauluðu á Trent Alexander-Arnold þegar hann kom inn á gegn Arsenal um síðustu helgi.

Alexander-Arnold mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningurinn hans rennur út. Það hefur farið illa í marga stuðningsmenn.

„Algjörlega, ég var hissa því svona högum við okkur ekki sem stuðningsmenn Liverpool. Stuðningsmennirnir hafa verið ósanngjarnir, hann átti þetta ekki skilið því hann hefur lagt sig allan fram fyrir þá," sagði Salah.

„Við kunnum alltaf að meta fólkið sem kemur hingað, jafnvel þótt það væri í sex mánuði. Ímyndaðu þér, þetta er einhver sem lagði sig fram í 20 ár. Svona á þetta ekki að vera og ég vona að þetta breytist fyrir næsta leik gegn Brighton eða í síðasta leik tímabilsins því hann á skilið að vera kvaddur á besta máta. Hann hefur gert mikið fyrir borgina og félagið."
Athugasemdir