Manchester United tapaði gegn Chelsea í kvöld og er í 16. sæti í úrvalsdeildinni.
Það er skammt stórra högga á milli hjá liðinu því liðið spilar gegn Tottenham í úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi miðvikudag. Andre Onana, markvörður Man Utd, var að vonum svekktur eftir leik kvöldsins.
Það er skammt stórra högga á milli hjá liðinu því liðið spilar gegn Tottenham í úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi miðvikudag. Andre Onana, markvörður Man Utd, var að vonum svekktur eftir leik kvöldsins.
„Við komum til að vinna en því miður gekk það ekki upp. Við verðum að standa saman sama hvað. Mér fannst við vera með góða stjórn, héldum boltanum og fengum tækifæri," sagði Onana.
„Maður lendir í slæmum köflum, við erum á slæmum stað núna, erum ekki upp á okkar besta og ekki að vinna leiki. Við höldum áfram, ef við höldum áfram að leggja hart að okkur munum við snúa þessu við, ef ekki á morgun þá daginn eftir."
Athugasemdir