Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi PSG þreyttur á hegðun stórstjarnanna
Mynd: Getty Images
Brasilíska stórstjarnan Neymar gæti verið á förum frá Paris Saint-Germain í sumar.

Lengi hefur verið talað um meinta óánægju Neymar hjá PSG og er félagið einnig talið vera orðið þreytt á hegðun stórstjörnunnar.

Neymar er sakaður um að leggja sig ekki nóg fram á æfingum og er hegðun hans sögð jaðra við kæruleysi.

„Ég er búinn að átta mig á því að breytinga er þörf, annars munum við bara standa í stað. Mér líkar ekki við þessa ofurstjörnu hegðun. Það þurfa allir að leggja mikið meira á sig og ef leikmenn eru ósammála þessari stefnu þá eru dyrnar opnar. Ciao!" sagði Nasser Al-Khelaifi, eigandi PSG.

„Leikmenn verða að taka ábyrgð. Þeir eru ekki hérna til að skemmta sér, þetta er starfið þeirra."

Kylian Mbappe hefur einnig verið sagður á leið burt og gæti farið svo að tveir verðmætustu knattspyrnumenn heims skipti um félag í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner