Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 06:00
Oddur Stefánsson
Gullit: Milan eyddi peningunum illa
Ruud Gullit.
Ruud Gullit.
Mynd: Getty Images
Ruud Gullit fyrrum leikmaður AC Milan vonast til að félagið geti komið sér á beinu brautina nú þegar Paolo Maldini er orðinn yfirmaður knattspyrnumála.

„Milan átti erfitt ár og náðu ekki að koma sér í Meistaradeildina en ég vona að þeir komi sér í gang aftur nú þegar Paolo er orðinn yfirmaður knattspyrnumála." Sagði Gullit við Sky Sports á Ítalíu.

„Þú þarft pening til að byggja frábært lið en vandamálið var að fyrrum yfirmenn eyddu honum illa," sagði Gullit. „Þeir keyptu leikmenn sem Milan þurfti ekki."

Það er augljóst að Gullit hefur mikla trú á félaga sínum Paolo Maldini og vonast til að hann komi AC Milan aftur á skrið.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner