„Drullufúll að hafa tapað þessum leik," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir tap liðsins gegn Aftureldingu í dag en þetta var fyrsta tap Þórs á heimavelli í sumar.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 3 Afturelding
„Á endanum var þetta sanngjarn sigur en í stöðunni 1-1 vorum við að ná tökum á leiknum þegar þeir skora hálfgert draumamark og mér fannst þetta svolítið erfitt eftir það. Mér fannst við gera of mikið af mistökum til þess að geta unnið þennan leik," sagði Láki.
Þórsarar voru pirraðir undir lok fyrri hálfleiks þegar Ásgeir Frank Ásgeirsson leikmaður Aftureldingar fór í tæklingu á gulu spjaldi og kölluðu eftir seinna gula.
„Þórður Þorsteinn er gríðarlega efnilegur dómari og kemur með þennan bakgrunn sem fótboltamaður. Allt sem þarf í þetta og við þurfum fleiri dómara eins og hann en já ég held að Ásgeir Frank hefði átt að fá rautt spjald í fyrri hálfleik, það er alveg klárt að hann slapp mjög vel," sagði Láki.






















