Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Jorge Jesus: Hefði getað farið til Chelsea eða Newcastle
Jesus er fæddur 1954 og hefur starfað í knattspyrnuheiminum frá 1973.
Jesus er fæddur 1954 og hefur starfað í knattspyrnuheiminum frá 1973.
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Jorge Jesus hélt því fram í viðtali við FOX Sports í Brasilíu að hann hefði getað tekið við Chelsea eða Newcastle í sumar.

Jesus var ráðinn sem þjálfari Flamengo 1. júní eftir eitt ár hjá Al-Hilal í Sádí-Arabíu. Þar áður hafði hann gert garðinn frægan með ýmsum félögum í Portúgal, þó aðallega með góðum árangri við stjórnvölinn hjá Sporting frá 2015 til 2018.

„Þetta er ákvörðun sem ég tók fyrir sjálfan mig. Umboðsmaðurinn minn vildi ekki að ég færi til Brasilíu því launin hérna eru talsvert lægri en hjá öðrum félögum sem vildu mig," sagði Jesus.

„Ég hefði getað verið áfram hjá Al-Hilal og ég hefði getað farið til Chelsea eða Newcastle á Englandi."

Chelsea fékk að lokum Frank Lampard til að taka við stjórnartaumunum á meðan Newcastle réði Steve Bruce.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner