Newcastle tapaði fyrir Arsenal í fyrstu umferð enska deildartímabilsins. Pierre-Emerick Aubameyang gerði eina mark leiksins í tíðindalitlum leik.
                
                
                                    Markið kom í síðari hálfleik, aðeins nokkrum mínútum eftir innkomu Jetro Willems sem var fenginn til Newcastle fyrr í sumar.
Willems kom inn fyrir Jonjo Shelvey og tók sér stöðu á miðjunni, en tæpri mínútu síðar ákvað Steve Bruce, stjóri Newcastle, að færa hann út í stöðu vinstri vængbakvarðar.
Þau skilaboð komust ekki á leiðarenda fyrr en nokkrum mínútum síðar, aðeins andartökum fyrir mark Arsenal. Willems var þá nýbúinn að skipta yfir í rétta stöðu og var á hælunum þegar sending barst til hans.
Ainsley Maitland-Niles fór fyrir sendinguna, hljóp upp hægri vænginn og gaf boltann á Aubameyang sem skoraði.
„Ég setti Jetro á miðjuna, sem er staðan sem hann spilaði hjá Frankfurt á síðustu leiktíð. Stuttu eftir það skipti ég um skoðun og bað hann um að færa sig í bakvörðinn. Þau skilaboð komust seint til skila, þetta var í raun eitt stórt klúður," sagði Steve Bruce.
Bruce bætti því svo við að Allan Saint-Maximin er tæpur fyrir leikinn gegn Norwich um helgina.
Saint-Maximin er nýkominn til félagsins eftir að hafa gert vel hjá Nice í Frakklandi tvö ár í röð. Hann er fjölhæfur framherji sem getur spilað á báðum köntum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        

