Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 16. ágúst 2022 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband sem sýnir hvernig Andersen náði að æsa upp í Nunez
Nunez gengur af velli.
Nunez gengur af velli.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Darwin Nunez fékk að líta rauða spjaldið í gær þegar Liverpool gerði jafntefli við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hann fékk rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, miðvörð Palace.

Andersen og Nunez háðu mikla baráttu í þessum leik, en danski miðvörðurinn var búinn að vera að atast í Nunez allan leikinn áður en kom að þessu atviki þar sem rauða spjaldið fór á loft.

Andersen vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, hann náði aðeins að æsa upp í Nunez og veiddi hann út af. Hann bauð hann velkominn í ensku úrvalsdeildina.

Liverpool festi í sumar kaup á Nunez frá Benfica. Kaupverðið á honum gæti farið upp í 100 milljónir evra. Hann byrjaði á því að leggja upp og skora gegn Fulham, en hann fann sig ekki alveg nægilega vel í þessum leik og var svo nappaður í gildru sem hann féll beint ofan í.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig Andersen náði að æsa upp í Nunez á meðan leik stóð, en sóknarmaðurinn verður svo sannarlega af læra af þessu.


Athugasemdir
banner