Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. september 2019 12:09
Elvar Geir Magnússon
Blóðug slagsmál í stúkunni á Barnsley - Leeds
Mynd: Getty Images
Breska lögreglan hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í blóðugum slagsmálum í stúkunni þegar Barnsley mætti Leeds í Championship-deildinni í gær.

Eftir að Leeds komst yfir á 84. mínútu, með marki frá Arsenal lánsmanninum Eddie Nketiah, brutust út slagsmál meðal áhorfenda og höggin voru látin dynja.

Gæslufólk á Oakwell vellinum fékk meðal annars að finna fyrir því en verið er að skoða málið.

Ekki er vitað hvað gerði það að verkum að slagsmálin brutust út en talið er að einhverjir stuðningsmenn Leeds hafi verið staðsettir meðal stuðningsmanna Barnsley.
Athugasemdir
banner
banner