mán 16. september 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp segir að umboðsmaðurinn hafi bara verið að grínast
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Jurgen Klopp olli áhyggjum á meðal stuðningsmanna Liverpool með ummælum sínum í viðtali við DAZN í Þýskalandi.

Hann sagði að enska veðurfarið færi í taugarnar á Klopp og var það víða túlkað þannig að enska veðrið væri þá kannski ástæðan fyrir því að Klopp væri ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool.

Klopp hefur ýjað að því að hann gæti tekið sér frí frá fótbolta 2022 þegar samningur hans rennur út en Liverpool vill skiljanlega fá hann til að skrifa undir enn lengri samning.

Klopp var spurður út í ummæli umboðsmanns síns á blaðamannafundi fyrr í kvöld.

„Hann var bara að grínast. Þýskur húmor! Ég hef aldrei valið borg bara út af veðrinu. Það er ekkert fréttnæmt þarna. Enginn náði brandaranum hans," sagði Klopp á blaðamannafundinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner