Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 16. september 2020 09:37
Magnús Már Einarsson
Laudrup laus við krabbamein
Fyrrum danski landsliðsmaðurinn Brian Laudrup er laus við krabbamein eftir að hafa háð tíu ára baráttu við sjúkdóminn.

Hinn 51 árs gamli Laudrup greindist með æxli fyrir áratug síðan.

„Ég vil senda miklar þakkir til ótrúlega læknaliðsins á Landspítalanum (í Kaupmannahöfn)," sagði Laudrup á Instagram.

Laudrup átti farsælan feril sem leikmaður á sínum tíma en hann spilaði meðal annars með Chelsea, Bayern Munchen, Ajax og Rangers.

Hann varð einnig Evrópumeistari með danska landsliðinu árið 1992.
Athugasemdir
banner