Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   mán 16. september 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Zaccagni lagði upp bæði mörk Lazio í sigri á Verona
Mattia Zaccagni átti frábæran leik í liði Lazio
Mattia Zaccagni átti frábæran leik í liði Lazio
Mynd: EPA
Lazio 2 - 1 Verona
1-0 Boulaye Dia ('5 )
1-1 Casper Tengstedt ('7 )
2-1 Valentin Castellanos ('20 )

Mattia Zaccagni, lykilmaður Lazio, lagði upp bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Hellas Verona í Seríu A á Ítalíu í kvöld. Þetta var annar sigur Lazio á tímabilinu.

Lazio hafði byrjað fyrstu þrjá leiki tímabilsins á að lenda undir, en uppskriftin var önnur í kvöld.

Zaccagni sendi Boulaye Dia í gegn á 5. mínútu og skoraði senegalski sóknarmaðurinn með góður skoti.

Casper Tengstedt jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar áður en Valentin Casellanos gerði sigurmark Lazio eftir hornspyrnu Zaccagni.

Lazio fékk fullt af færum til þess að gera út um leikinn í síðari hálfleiknum en Lorenzo Montipo var að eiga stórleik í marki Verona.

Sem betur fer fyrir heimamenn dugði 2-1 og er Lazio nú með 7 stig eftir fjóra leiki en Verona með 6 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Sassuolo 16 6 4 6 21 19 +2 22
10 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
11 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 16 4 6 6 15 26 -11 18
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner
banner