Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Dani Alves drullar yfir París - „Borg full af rasistum"
Dani Alves.
Dani Alves.
Mynd: Getty Images
Dani Alves, leikmaður Sao Paolo í Brasilíu, drullar yfir höfuðborg Frakklands í nýju viðtali.

Alves spilaði tvö ár með PSG í París og vann tvo Frakklandsmeistaratitla. Hann er þó ekki hrifinn af borginni.

„Þetta er stressandi borg. Ég var ekki hrifinn af henni," segir Alves við GQ tímaritið.

„Ef þú ferðast til Parísar í eina viku verður þetta skemmtilegasta ferð lífs þíns en ef þú ert lengur fer þetta að verða þreytandi."

Þá segir Dani Alves að borgin sé full af rasistum.

„Það var ekkert sagt við mig því ég hefði sagt þeim að hoppa upp í rassgatið á sér en ég tók eftir þessu í gegnum vini mína," segir Alves sem var hrifnari af lífinu í Sevilla og Barcelona þar sem hann lék áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner