Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. október 2019 15:29
Elvar Geir Magnússon
Hólmar leikmaður mánaðarins í Búlgaríu
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var valinn leikmaður septembermánaðar í búlgörsku úrvalsdeildinni en Íslendingavaktin greinir frá.

Valið er eftir útreikningum InStat tölfræðifyrirtækisins en þar varð Íslendingurinn hlutskarpastur.

Hólmar Örn lék fimm leiki fyrir Levski Sofia í september og voru þrír þeirra sigurleikir.

Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Ludogorets, þegar tólf umferðir hafa verið leiknar í deildinni.

Hólmar er kominn til baka úr erfiðum meiðslum sem hann hlaut fyrir ári síðan og hélt honum lengi utan vallar.

Hólmar er 29 ára og á tólf landsleiki fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner
banner