Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 15:07
Magnús Már Einarsson
Ída Marín í Val (Staðfest)
Ída Marín Hermannsdóttir
Ída Marín Hermannsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermannsdóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals en hún kemur til félagsins frá Fylki eftir að samningur hennar í Árbænum rann út.

„Það er fagnaðarefni að fá Ídu Marín til liðs við Val, Ída hefur sýnt að hún er frábær leikmaður og við hlökkum mikið til að vinna með henni á næstu árum, sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals.

Hin 17 ára gamla Ída hefur verið í lykilhlutverki hjá Fylki en hún spilaði alla átján leiki liðsins í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði sjö mörk.

Þá hefur hún einnig skorað átta mörk í 22 leikjum með yngri landsliðum Íslands. Ída er í U19 ára landsliði Íslands sem komst í milliriðla fyrir EM á dögunum.

Foreldrar hennar eru Ragna Lóa Stefánsdóttir og Hermann Hreiðarsson en þau léku bæði fjölmarga landsleiki á ferli sínum.

„Ég vil byrja á því að þakka uppeldisfélagi mínu Fylki fyrir frábæran tíma, ég vil sérstaklega þakka þjálfurum liðsins fyrir að gefa mér stórt hlutverk og tækifæri til þess að þroskast sem leikmaður," sagði Ída.

„Ég er ótrúlega ánægð að fá tækifæri til þess að ganga til liðs við Íslandsmeistaranna í Val. Framundan eru spennandi tímar og nýjar áskoranir. Ég tel það vera rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti að skipta um umhverfi. Í Val mun ég vinna með frábæru þjálfarateymi og samkeppnin um sæti í liðinu verður frábær áskorun, sem ég hlakka til að kljást við. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hlakka til að kynnast góðu fólki á Hlíðarenda.”


Athugasemdir
banner
banner
banner