Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 11:00
Fótbolti.net
Kolbeinn besti leikmaður Íslands í undankeppninni
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands.
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Raggi Sig fékk 10 gegn Tyrklandi.
Raggi Sig fékk 10 gegn Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson hefur verið besti leikmaður íslenska landsliðsins í undankeppni EM, samkvæmt einkunnagjöf Fótbolta.net. Nú eru tvær umferðir eftir af riðlinum.

Fótbolti.net gefur einkunnir eftir alla landsleiki en til að fá einkunn verður leikmaður að spila 20 mínútur eða meira. Til að vera gildur á þennan lista okkar verður leikmaður að hafa fengið einkunnir fyrir fjóra leiki eða fleiri.

Kolbeinn er efstur á blaði með 7,2 í meðaleinkunn en hann hefur fengið einkunn fyrir sex leiki.

Einn leikmaður hefur fengið hæstu einkunn í undankeppninni en það er Ragnar Sigurðsson sem fékk 10 fyrir frammistöðuna í 2-1 sigrinum gegn Tyrklandi.

Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið óheppinn með meiðsli og er með 7,7 í meðaleinkunn úr þeim þremur leikjum sem hann hefur fengið einkunn fyrir. Það segir sitt um mikilvægi Jóhanns fyrir íslenska landsliðið.

Vonir Íslands um að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins eru litlar sem engar eftir úrslitin á mánudaginn. Leikið verður gegn Tyrklandi og Moldóvu í næsta landsleikjaglugga.

Bestu leikmenn Íslands: (Verða að hafa fengið einkunnir fyrir fjóra leiki eða fleiri)
Kolbeinn Sigþórsson 7,2
Birkir Bjarnason 6,9
Aron Einar Gunnarsson 6,8
Gylfi Þór Sigurðsson 6,8
Ragnar Sigurðsson 6,8
Hannes Þór Halldórsson 6,6
Jón Daði Böðvarsson 6,6
Kári Árnason 6,6
Ari Freyr Skúlason 6,4
Rúnar Már Sigurjónsson 6,2
Emil Hallfreðsson 6
Hjörtur Hermannsson 6
Arnór Ingvi Traustason 5,8

Hafa fengið einkunnir fyrir þrjá leiki:
Jóhann Berg Guðmundsson 7,7
Alfreð Finnbogason 5

Hafa fengið einkunnir fyrir tvo leiki:
Viðar Örn Kjartansson 7
Arnór Sigurðsson 6,5
Guðlaugur Victor Pálsson 6,5
Birkir Már Sævarsson 5,5
Hörður Björgvin Magnússon 5,5
Sverrir Ingi Ingason 4,5

*Jón Guðni Fjóluson (6) og Albert Guðmundsson (6) hafa fengið einkunn fyrir einn leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner