Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. október 2019 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Tilboðin frá Noregi flest niðrandi"
Kristinn Kjærnested fagnar Íslandsmeistaratitli KR.
Kristinn Kjærnested fagnar Íslandsmeistaratitli KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Kjærnested, fráfarandi formaður KR, kom í áhugavert viðtal í útvarpsþætti Fótbolta.net síðasta laugardag.

Kristinn hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum finnist norsk félög of gjörn á að reyna að fá íslenska fótboltamenn á afsláttarverði.

Hann segir að tilboðin frá Noregi séu oft spaugileg.

„Því miður er það þannig. Ég hef ekkert verið hræddur við að segja það. Einn umboðsmaður hringdi í mig einu sinni og hundskammaði mig fyrir að vera að tjá mig um þetta og tala niðrandi til Norðmannana," segir Kristinn.

„Tilboð þeirra eru í langflestum tilfellum niðrandi. Það truflar mig ekki neitt að segja það. Svo selja Norðmennirnir sjálfir þessa leikmenn á allt aðrar upphæðir."

„Ég er allavega ekkert að fara í frí til Noregs allavega, þeir fara oftar í taugarnar á mér en ekki."

Viðtalið má finna á öllum hlaðvarpsveitum og einnig í spilaranum hér að neðan.
Kristinn Kjærnested sleppir stjórnartaumunum hjá KR
Athugasemdir
banner
banner
banner