Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Kisínev, Moldóvu
Eiga skilið að spila en verður líka að hugsa um heimslistann
Icelandair
Erik Hamren er enn að velta fyrir sér byrjunarliðinu gegn Moldóvu á morgun.
Erik Hamren er enn að velta fyrir sér byrjunarliðinu gegn Moldóvu á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands segir að leikmenn sem hafa spilað minna með liðinu á árinu eigi spilið að fá tækifæri en hann verði að fara varlega og hugsa um að halda stöðu okkar á Heimslista FIFA.

Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM 2020 annað kvöld en jafnteflið gegn Tyrkjum á fimmtudaginn þýðir að liðið á ekki séns á að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina. Þess í stað þarf liðið að treysta á umspil Þjóðadeildarinnar í mars. En þar sem leikurinn hefur litla þýðingu á morgun, er kominn tími á að gefa ungum mönnum sénsinn í byrjunarliðinu?

„Þetta er spurning sem ég hef spurt sjálfan mig að líka," sagði Hamren þegar Fótbolti.net spurði hann að þessu á fréttamannafundi í dag.

„Mér finnst að leikmenn sem spila ekki mikið eigi skilið að spila því þeir hafa staðið sig frábærlega þó þeir hafi ekki fengið að spila mikið í undankeppninni," hélt hann áfram en sagði svo.

„Þetta er samt ennþá keppnisleikur, þetta snýst áfram um að fá stig og halda stöðu okkar á heimslistanum. Við verðum líka að sýna andstæðingunum virðingu," sagði Hamren.

Hann ítrekaði í kjölfarið að staðan á Heimslista FIFA skipti máli, en Ísland er í 40. sæti listans.

„Það var staða okkar á heimslistanum sem gerði það að verkum að Ísland spilaði í A-riðli Þjóðdeildarinnar. Það er svo líka ástæða þess að við fáum tækifæri á að spila í umspili í mars. Svarið við spurningunni er að við munum spila á því liði sem ég tel best til þess fallið að vinna leikinn á morgun."
Athugasemdir
banner
banner
banner