Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nathan Ake: De Ligt er mjög líkur van Dijk
Van Dijk og de Ligt.
Van Dijk og de Ligt.
Mynd: Getty Images
Ake í leik gegn Southampton.
Ake í leik gegn Southampton.
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn, Nathan Ake, er á því að samlandi sinn, Matthijs de Ligt, búi yfir nokkrum af sömu hæfileikum og annar samlandi sinn, Virgil van Dijk.

Van Dijk leikur með Liverpool og de Ligt með Juventus. Þá segir Ake að hann vonist til að van Dijk verði valinn besti leikmaður í heimi.

„De Ligt er enn ungur en hefur spilað marga leiki í hæsta gæðaflokki með félagsliði og hollenska landslinu," sagði Ake við Goal.

„Það er ótrúlegt hvð hann er að gera á þessum tímapunkti. Það var gott fyrir hann að skora gegn Torino og allir hafa mikla trú á honum. Hann er frábær leikmaður."

„Hann er snöggur og sterkur miðað við aldur, öflugur í loftinu og skorar reglulega úr föstum leikatriðum sem svipar til van Dijk."

„Van Dijk hefur verið að spila frábærlega undanfarið og hann hefur gert Liverpool og hollenska liðið mun betra en þau lið voru fyrir. Hans nærvera, leiðtogahæfileikar og spilamennska ráða því mest hversu mikið þessi lið hafa breyst að undanförnu."

„Fyrir mér á hann 100% rétt á því að vera einn af þeim sem kemur til greina sem sá besti í heimi," sagði Ake um van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner