Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. nóvember 2020 09:15
Magnús Már Einarsson
Liverpool taldi að Koulibaly væri of dýr
Powerade
Kalidou Koulibaly
Kalidou Koulibaly
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland er orðaður við Manchester City.
Erling Braut Haaland er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin grafa upp slúður í landsleikjahléinu. Kíkjum á pakka dagsins.



Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segist vera að ganga í gegnum erfiðasta tímabil ferilsins. Pogba hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Manchester United á tímabilinu. (Goal)

Manchester City ætlar að setja framherja efstan á óskalista sinn á næsta ári. Erling Braut Haaland (20) hjá Dortmund og Lautaro Martinez (23) framherji Inter eru efstir á óskalistanum. (90min)

Manchester City vill kaupa miðjumennina Jack Grealish (25) og Douglas Luiz (22) frá Aston Villa. (Stars)

Kevin de Bruyne (29) er í viðræðum um nýjan samning við Manchester City. (Guardian)

Chelsea hefur samþykkt að selja miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (26) til Napoli þegar lánssamningur hans rennur út eftir tímabilið. (Teamtalk)

Hakan Calhanoglu (26) miðjumaður AC Milan gæti verið á leið til Atletcio Madrid eftir að samningaviðræður sigldu í strand. Manchester United hefur einnig áhuga. (Mundo Deportivo)

Antonio Rudiger (27) varnarmaður Chelsea vill fara til Barcelona í janúar. (Metro)

Michael Edwards, yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool, vildi ekki kaupa Kalidou Koulibaly (29) miðvörð Napoli í sumar þar sem verðmiðinn var of hár. (Star)

Juventus er að reyna að fá Pedro Neto (20) kantmann Wolves. (Mail)

John Terry, aðstoðarstjóri Aston Villa, gæti tekið við Derby eftir að Philip Cocu var rekinn. (Mail)

Paul Scholes segist hafa íhugað að ganga í raðir Everton árið 2012. (DAZN)
Athugasemdir
banner
banner