Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. desember 2019 09:15
Magnús Már Einarsson
Ljungberg ætlar að ræða við Özil
Mynd: Getty Images
Freddie Ljungberg, tímabundinn stjóri Arsenal, segist ætla að ræða við Mesut Özil eftir að Þjóðverjinn brást illa við skiptingu í 3-0 tapinu gegn Manchester City í gær.

Emile Smith Rowe var skipt inn á fyrir Özil og skiptingin vakti litla kátínu hjá Þjóðverjanum. Hann gekk af velli og í pirringi eftir göngutúrinn sparkaði hann í brúsa við hliðarlínuna og henti af sér hönskunum sínum.

„Hvernig hann bregst við er hans en við munum eiga við þetta síðar," sagði Ljungberg.

„Ég er hér á samningi frá degi til dags en auðvitað viljum við að leikmenn hegði sér á réttan hátt. Ég vildi sjá meiri orku í liðinu."

Sjá einnig:
Baulað á pirraðan Özil þegar hann gekk af velli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner