Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. janúar 2021 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool að eiga erfitt uppdráttar
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Liverpool hafa ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu.

Eftir markalaust jafntefli við Manchester United á Anfield í kvöld, þá hefur liðið ekki skorað í þremur leikjum í röð og ekki unnið í fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er í fyrsta sinn í deildinni frá 2005 að Liverpool skorar ekki í þremur leikjum í röð. Liverpool er þriðja meistararliðið í ensku úrvalsdeildinni sem gerir þetta, en það gerðu líka Arsenal (1998-99) og Leicester (2016-17).

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2017 að Liverpool tekst ekki að vinna í fjórum leikjum í röð. Þá vann liðið ekki í fimm leikjum í röð.

Liverpool getur fallið niður í fjórða sæti deildarinnar ef Manchester City vinnur gegn Crystal Palace á heimavelli í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner