Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 14:45
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær býst við að Diallo komi við sögu fyrir lok tímabils
Mynd: Getty Images
Hinn 18 ára gamli Amad Diallo er genginn í raðir Manchester United eftir fimm ár í unglingastarfi Atalanta.

Ole Gunnar Solskjær hefur miklar mætur á Diallo en bað stuðningsmenn um þolinmæði þegar hann var spurður út í leikmanninn fyrir áramót.

Diallo mætti á sína fyrstu æfingu með aðalliði Man Utd í síðustu viku og virðist tónninn í Solskjær hafa breyst til hins betra. Hann kallar ekki lengur á þolinmæði og segir að táningurinn gæti komið við sögu í úrvalsdeildarleik áður en tímabilinu lýkur.

„Amad Diallo er byrjaður að æfa með aðalliðinu. Hann er virkilega hæfileikaríkur og við munum gefa honum allan þann tíma sem hann þarf," sagði Solskjær við Dagbladet.

„Hann er kominn til eins af bestu félögum heims þegar kemur að því að þróa leikmenn og ég held að hann verði klár í slaginn fyrr en við bjuggumst við. Það er ekki langt í að hann fái tækifæri með leikmannahópnum. Ég held að hann muni spila sinn fyrsta leik fyrir Man Utd áður en tímabilið tekur enda."

Diallo verður ekki í leikmannahópi Man Utd í dag er liðið heimsækir Englandsmeistara Liverpool í toppslag á Anfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner