Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. janúar 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur sig vera í heimsklassa og vill fá borgað eftir því
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: EPA
Ousmane Dembele ætlar ekki að framlengja samning sinn við Barcelona eins og staðan er núna.

Börsungar hafa verið í fjárhagsvandræðum og buðu Dembele samning sem hann taldi ekki vera ásættanlegur.

Hinn 24 ára gamli Dembele verður samningslaus næsta sumar og getur hann byrjað að ræða við önnur félög núna. Fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero segir að Dembele muni ekki yfirgefa félagið í þessum mánuði. Ef hann fer frá Barcelona, þá fer hann frítt næsta sumar þegar samningur hans rennur út.

Romero segir jafnframt að Dembele telji sjálfan sig vera í heimsklassa og hann vilji fá borgað eftir því. Það hefur verið skrifað um það í spænskum fjölmiðlum að Dembele hafi beðið um tæplega 500 þúsund pund í vikulaun frá Barcelona.

Dembele gekk í raðir Barcelona frá Borussia Dortmund árið 2017 fyrir 135 milljónir evra. Hann hefur ekki staðið undir væntingum og verið mikið meiddur. Þrátt fyrir það vill Barcelona halda leikmanninum en launakröfur hans þykja of háar fyrir félagið sem á í fjárhagsvandræðum.


Athugasemdir
banner
banner
banner