Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. janúar 2023 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klóra sér örugglega í höfðinu yfir sölunni á Ödegaard
Mynd: EPA

Dimitar Berbatov fyrrum leikmaður Manchester United og Tottenham segir að forráða menn Real Madrid hljóti að klóra sér í höfðinu þegar þeir hugsa til þess að þeir hafi selt Norðmanninn Martin Ödegaard til Arsenal.


Ödegaard gekk til liðs við Real árið 2015, þá aðeins 17 ára gamall. Hann náði ekki að sanna sig í hvitu treyjunni og fór á lán til Heerenveen, Vitesse, Real Sociedad og síðast Arsenal áður en enska liðið festi kaup á leikmanninum.

„Ef Real Madrid er að horfa eru þeir örugglega að klóra sér í höfðinu og hugsa: Við sáum hann ekki í réttu ljósi, við vorum ekki nógu þolinmóðir," sagði Berbatov.

„Hann fór þrisvar á lán þegar hann var hjá Real Madrid, það hjálpaði honum að þróa leik sinn og hjálpaði honum að verða að leikmanninum sem hann er í dag."

Ödegaard hefur farið hamförum á þessari leiktíð með liðinu sem er á toppi deildarinnar. Hann er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í deildinni.

„Hann er enn ungur og verður enn betri. Við sjáum brögðin og sendingarnar. Hann vill hafa boltann, hann bíður ekkie ftir honum hann eltir leikinn frekar en að leikurinn elti hann. Hann vill taka ábyrgð," sagði Berbatov.


Athugasemdir
banner
banner
banner