mán 17. febrúar 2020 14:05
Magnús Már Einarsson
Æft á gervigrasi fyrir umspilið - Óvíst með æfingar á Laugardalsvelli
Icelandair
Frá Laugardalsvelli í dag.
Frá Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mun annað hvort æfa innandyra á gervigrasi eða á gervigrasi utandyra á höfuðborgarsvæðinu fyrir umspilið gegn Rúmeníu þann 26. mars. Þetta kom fram á fréttamannafundi í dag.

Rúmenar ætla að mæta til landsins 24. mars og þeir gætu mögulega en þeim býðst einnig að æfa innan og utandyra á gervigrasi þann daginn.

Bæði lið eiga rétt á einni æfingu á Laugardalsvelli, 25. mars eða daginn fyrir leik. Þó er möguleiki á að þær æfingar verði færðar á gervigras ef talið er að þær ógni ástandi vallarins og því að leikurinn fari fram daginn eftir.

„Ef við teljum og getum sannfært UEFA og dómara um að það sé ekki sniðugt að æfa, eða við verðum að hafa pylsuna eða dúka uppi, þá munum við fara í hörku með það," sagði Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, í dag.

VAR æfing er einnig fyrirhuguð á vellinum daginn fyrir leik en VAR verður í fyrsta skipti notað á Íslandi í þessum leik.

Sjá einnig:
Það sem er gert til að hafa Laugardalsvöll kláran 26. mars
Athugasemdir
banner
banner