mið 17. febrúar 2021 23:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Leikurinn gegn Liverpool verður allt öðruvísi
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti gaf kost á sér í viðtal eftir 1-3 tap Everton á heimavelli gegn Manchester City, sem trónir á toppi úrvalsdeildarinnar með tíu stiga forystu á næstu lið.

Ancelotti viðurkenndi að leikslokum að betra liðið hafi unnið. Hann talaði um Man City sem besta lið ensku úrvalsdeildarinnar og býst hann við að félagið hampi Englandsmeistaratitlinum í sjöunda sinn.

„Þetta var nánast ómögulegur leikur. Þeir eru besta liðið í deildinni, við erum einfaldlega ekki á sama gæðastigi og þeir. Þeir eru ekki bara góðir í einhverju einu, þetta er nánast fullkomið fótboltalið," sagði Ancelotti að leikslokum.

„Ég er stoltur af strákunum því þeir héldu sér í leiknum fyrsta klukkutímann og börðust fyrir hvorn annan. Það er mjög erfitt að keppa við svona sterkt lið. Ég held við höfum verið að tapa fyrir verðandi Englandsmeisturum, það er nánast ekkert annað lið sem kemur til greina. Við reyndum að sækja en Rodri, Ruben Dias og Aymeric Laporte voru erfiðir viðureignar.

„Þetta City lið er það besta sem við höfum mætt á leiktíðinni og ég vil óska þeim til hamingju með það. Þeir eru ótrúlega góðir bæði með og án boltans, allir leikmenn liðsins skila inn þvílíku vinnuframlagi."


Everton á næst leik við nágranna sína, fráfarandi Englandsmeistara Liverpool.

„Þetta verður allt öðruvísi leikur gegn Liverpool. Þeir eru með frábært lið en það er aldrei að vita hvernig þessi viðureign fer. Við höfum verið að gera góða hluti á útivöllum og vonandi tekst okkur að ná jákvæðum úrslitum gegn nágrönnunum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner