Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. febrúar 2021 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Bellingham byrjar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fara tveir leikir fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem leikið er á Íberíuskaganum.

Í Portúgal á Porto heimaleik við Juventus á meðan Sevilla mætir Borussia Dortmund á Spáni.

Chancel Mbemba, Pepe og Moussa Marega eru meðal byrjunarliðsmanna Porto á meðan Ítalíumeistarar Juve tefla Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu ásamt Dejan Kulusevski og Federico Chiesa.

Weston McKennie er í byrjunarliðinu, enda hefur hann verið frábær frá komu sinni til Juve, ásamt Adrien Rabiot sem er sífellt að bæta sig í ítalska boltanum. Matthijs de Ligt byrjar við hlið Giorgio Chiellini í hjarta varnarinnar.

Porto: Marchesin, Manafa, Mbemba, Pepe, Zaidu, Oliveira, Otavio, Uribe, Tecatito, Taremi, Marega

Juventus: Szczesny, Danilo, De Ligt, Chiellini, A. Sandro, Bentancur, Rabiot, McKennie, Chiesa, Kulusevski, Ronaldo



Sevilla er búið að byggja upp ansi sterkt lið þar sem Jesus Navas, Jules Koundé, Ivan Rakitic og Papu Gomez eru allir í sama byrjunarliði.

Gestirnir frá Dortmund eru þó engin lömb að leika sér við og eru Erling Braut Haaland, Jadon Sancho og Marco Reus allir í byrjunarliðinu.

Hinn 17 ára gamli Jude Bellingham byrjar leikinn á miðjunni ásamt Emre Can og Mahmoud Dahoud.

Sevilla: Bono, Navas, Koundé, Carlos, Escudero, Fernando, Jordán, Rakitic, Suso, Gómez, En-Nesyri

Dortmund: Hitz, Bauza, Hummels, Akanji, Guerreiro, Can, Dahoud, Bellingham, Reus, Sancho, Haaland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner