Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 17. febrúar 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pavard með Covid - Gæti misst af Lazio og Dortmund
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn öflugi Benjamin Pavard verður ekki með í næstum leikjum Evrópumeistara FC Bayern eftir að hann greindist með Covid, samkvæmt þýska miðlinum Bild.

Pavard hefur verið lykilmaður í liði Bayern á tímabilinu þar sem hann spilar í stöðu hægri bakvarðar.

Bæjarar eru í vandræðum með að fylla í skarð Pavard þar sem franski bakvörðurinn Bouna Sarr hefur verið afleitur það sem af er tímabils.

Líklegt er að miðvörðurinn Niklas Süle muni spila í bakvarðarstöðunni í fjarveru Pavard. Joshua Kimmich virðist vera alltof mikilvægur í hlutverki sínu sem djúpur miðjumaður til að vera færður í bakvörðinn.

Bayern er með fimm stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar og mætir Lazio í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Pavard missir af erfiðum útileikjum gegn Frankfurt og Lazio næstu vikuna og gæti misst af stórleik gegn Borussia Dortmund 6. mars.

Pavard er 24 ára varnarmaður sem varð heimsmeistari með Frakklandi 2018. Hann var á mála hjá Lille og Stuttgart áður en hann var fenginn til Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner