Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   mið 17. febrúar 2021 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico missteig sig í Valencia
Levante 1 - 1 Atletico Madrid
1-0 Enis Bardhi ('17)
1-1 Marcos Llorente ('37)

Topplið Atletico Madrid heimsótti Levante til Valencia í eina leik dagsins í spænska boltanum.

Levante tók forystuna eftir rúman stundarfjórðung en þá tók Atletico öll völd á vellinum og komst nálægt því að jafna áður en Marcos Llorente kom knettinum í netið á 37. mínútu.

Gestirnir frá Madríd voru óheppnir að skora ekki annað mark fyrir leikhlé en síðari hálfleikurinn var talsvert jafnari.

Hvorugu liði tókst að skora eftir leikhlé og urðu lokatölur 1-1. Þetta er annað jafntefli Atletico í síðustu þremur deildarleikjum og er liðið með sex stiga forystu á Real Madrid og leik til góða.

Levante er um miðja deild, átta stigum frá fallsvæðinu og átta stigum frá Evrópusæti.

Atletico hefur verið á blússandi siglingu á tímabilinu og er með 55 stig eftir 22 umferðir, níu stigum meira en Barcelona.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner