Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 17. mars 2018 12:52
Gunnar Logi Gylfason
Lengjubikarinn: Jafnt hjá Blikum og KR - KA sigurvegarar riðilsins
Óskar Örn Hauksson skoraði jöfnunarmark KR
Óskar Örn Hauksson skoraði jöfnunarmark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1-1 KR
1-0 Arnþór Ari Atlason (26')
1-1 Óskar Örn Hauksson (47')

Leik Breiðabliks og KR var að ljúka en leikurinn fór fram í Fífunni í Kópavogi. Þetta var síðasti leikur beggja liða í riðlakeppninni í Lengjubikarnum.

Heimamenn í Breiðabliki komust yfir með marki frá Arnþóri Ara Atlasyni en Sveinn Aron Guðjohnsen lagði markið upp.

Staðan hélst svona fram í hálfleik en KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn gríðarlega vel. Á annarri mínútu seinni hálfleiks jafnaði Óskar Örn Hauksson metin fyrir gestina eftir sendingu frá Atla Sigurjónssyni, sem spilaði seinni hluta síðasta sumars á láni hjá Þórsurum.

Ekki var meira skorað og fóru leikar því 1-1. Úrslitin þýða að Breiðablik endar í öðru sæti riðilsins og KR í því þriðja. KA hefur því sigrað í þessum riðli.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner