fös 17. mars 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar búinn að ákveða fyrirliðann gegn Bosníu
Icelandair
Jóhann Berg bar fyrirliðabandið haustið 2021.
Jóhann Berg bar fyrirliðabandið haustið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin tók við fyrirliðabandinu þegar Birkir Bjarnason fór af velli í Þjóðadeildinni. Hann er einn af þeim sem getur spilað fleiri en eina stöðu.
Hörður Björgvin tók við fyrirliðabandinu þegar Birkir Bjarnason fór af velli í Þjóðadeildinni. Hann er einn af þeim sem getur spilað fleiri en eina stöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var til viðtals í gær og var spurður hvort hann væri búinn að ákveða hver yrði fyrirliði gegn Bosníu-Hersegóvínu í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2022 næsta fimmtudag.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, tekur út leikbann og því spurning hver tekur við bandinu. Jóhann Berg Guðmundsson verður að teljast líklegur þar sem Birkir Bjarnason er ekki í hópnum sem valinn var fyrir verkefnið.

„Jóhann Berg er einn af ellefu mögulegum," sagði Arnar og brosti, vildi ekkert gefa upp.

Arnar var spurður út í leikstöður reynslumikilla leikmanna. Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon og Guðlaugur Victor Pálsson eru leikmenn sem geta og hafa spilað fleiri en eina stöðu á vellinum.

Ertu búinn að negla eina stöðu fyrir þá, eða er gott að hægt sé að færa þá til?

„Það er mjög jákvætt finnst mér. Aron Einar getur bæði leyst hafsentinn og stöðu varnarsinnaðs miðjumanns. Gulli getur leyst margar stöður, en við höfum verið að nota hann sem hægri bakvörð og vitum að honum líður vel. En við gerum okkur fulla grein fyrir því að hann getur bæði spilað hafsent og miðjustöðuna. Svo er það sama með Hörð Björgvin (getur bæði spilað miðvörð og bakvörð). Það fer svolítið eftir upplegginu, á móti hverjum erum við að spila. Höddi byrjaði sem vinstri bakvörður úti á móti Ísrael og færði sig svo inn í hafsentinn í hálfleik. Við vitum af þessum leikmönnum, reynslumiklir leikmennn. Þegar þú ert með þessa reynslu þá er auðveldara að vera möguleiki í 1-3 stöður í landsliðinu," sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Erfiðasti hópur sem Arnar hefur valið - Dagur olli stórum hausverk
Spurður út í stöðu Elíasar - Rauða spjaldið útskýrir fjarveru Valgeirs
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner