Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   fim 16. mars 2023 13:48
Elvar Geir Magnússon
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024 var opinberaður í gær.

Albert Guðmundsson er ekki í hópnum, líkt og í síðustu verkefnum. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, setti Albert til hliðar í september út af slæmu hugarfari en Albert var ekki að byrja leikina og var lítið að koma við sögu. Arnar hringdi í Albert áður en þessi hópur var tilkynntur og ræddu þeir saman.

„Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins," sagði Arnar í gær, en hann var spurður frekar út í þessa ákvörðun í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þá sagði hann: „Ég hringdi í Albert og bauð honum að koma til baka. Það eru margir leikir í þessari undankeppni sem öskra á hæfileika Alberts. Svo eru aðrir leikir í þessari undankeppni sem kalla á aðra hæfileika."

„Ég get sem þjálfari ekki valið leikmenn sem eru ekki tilbúnir að koma inn nema þeir muni byrja leikina. Það er ein af forsendunum," sagði Arnar.

„Síðan eru margar aðrar forsendur í liðsíþróttum. Þetta snýst alltaf um að þú þarft að setja liðið fram yfir sjálfan þig."

Var það krafa frá Alberti að byrja alla leiki í landsliðinu?

„Þegar ég tilkynnti honum að planið væri ekki að hann myndi byrja á móti Bosníu þá var hann efins um að vilja koma. Við áttum mjög gott spjall og vorum hreinskilnir við hvorn annan. Það er ekkert illt á milli okkar... ég er ekki búinn að loka neinum hurðum. Ef Albert er tilbúinn að koma inn og vera með okkur í þessu, þá veit ég að leikmennirnir og liðið myndu fagna því."

„Við einbeitum okkur núna að þessum glugga og ná í sem best úrslit," sagði Arnar.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner