Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   fim 16. mars 2023 13:48
Elvar Geir Magnússon
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024 var opinberaður í gær.

Albert Guðmundsson er ekki í hópnum, líkt og í síðustu verkefnum. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, setti Albert til hliðar í september út af slæmu hugarfari en Albert var ekki að byrja leikina og var lítið að koma við sögu. Arnar hringdi í Albert áður en þessi hópur var tilkynntur og ræddu þeir saman.

„Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins," sagði Arnar í gær, en hann var spurður frekar út í þessa ákvörðun í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þá sagði hann: „Ég hringdi í Albert og bauð honum að koma til baka. Það eru margir leikir í þessari undankeppni sem öskra á hæfileika Alberts. Svo eru aðrir leikir í þessari undankeppni sem kalla á aðra hæfileika."

„Ég get sem þjálfari ekki valið leikmenn sem eru ekki tilbúnir að koma inn nema þeir muni byrja leikina. Það er ein af forsendunum," sagði Arnar.

„Síðan eru margar aðrar forsendur í liðsíþróttum. Þetta snýst alltaf um að þú þarft að setja liðið fram yfir sjálfan þig."

Var það krafa frá Alberti að byrja alla leiki í landsliðinu?

„Þegar ég tilkynnti honum að planið væri ekki að hann myndi byrja á móti Bosníu þá var hann efins um að vilja koma. Við áttum mjög gott spjall og vorum hreinskilnir við hvorn annan. Það er ekkert illt á milli okkar... ég er ekki búinn að loka neinum hurðum. Ef Albert er tilbúinn að koma inn og vera með okkur í þessu, þá veit ég að leikmennirnir og liðið myndu fagna því."

„Við einbeitum okkur núna að þessum glugga og ná í sem best úrslit," sagði Arnar.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner