Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
banner
   fim 16. mars 2023 13:48
Elvar Geir Magnússon
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024 var opinberaður í gær.

Albert Guðmundsson er ekki í hópnum, líkt og í síðustu verkefnum. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, setti Albert til hliðar í september út af slæmu hugarfari en Albert var ekki að byrja leikina og var lítið að koma við sögu. Arnar hringdi í Albert áður en þessi hópur var tilkynntur og ræddu þeir saman.

„Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins," sagði Arnar í gær, en hann var spurður frekar út í þessa ákvörðun í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þá sagði hann: „Ég hringdi í Albert og bauð honum að koma til baka. Það eru margir leikir í þessari undankeppni sem öskra á hæfileika Alberts. Svo eru aðrir leikir í þessari undankeppni sem kalla á aðra hæfileika."

„Ég get sem þjálfari ekki valið leikmenn sem eru ekki tilbúnir að koma inn nema þeir muni byrja leikina. Það er ein af forsendunum," sagði Arnar.

„Síðan eru margar aðrar forsendur í liðsíþróttum. Þetta snýst alltaf um að þú þarft að setja liðið fram yfir sjálfan þig."

Var það krafa frá Alberti að byrja alla leiki í landsliðinu?

„Þegar ég tilkynnti honum að planið væri ekki að hann myndi byrja á móti Bosníu þá var hann efins um að vilja koma. Við áttum mjög gott spjall og vorum hreinskilnir við hvorn annan. Það er ekkert illt á milli okkar... ég er ekki búinn að loka neinum hurðum. Ef Albert er tilbúinn að koma inn og vera með okkur í þessu, þá veit ég að leikmennirnir og liðið myndu fagna því."

„Við einbeitum okkur núna að þessum glugga og ná í sem best úrslit," sagði Arnar.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner