Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. mars 2023 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spurður út í stöðu Elíasar - Rauða spjaldið útskýrir fjarveru Valgeirs
Icelandair
Vonast til að Elías fá tækifærið hjá nýjum þjálfara Midtjylland.
Vonast til að Elías fá tækifærið hjá nýjum þjálfara Midtjylland.
Mynd: Getty Images
Hákon Rafn er aðalmarkvörður Elfsborg í Svíþjóð.
Hákon Rafn er aðalmarkvörður Elfsborg í Svíþjóð.
Mynd: Guðmundur Svansson
Valgeir fékk rautt spjald í uppbótartíma í síðasta keppnisleik sínum með U21 landsliðinu og er því í leikbanni gegn Bosníu-Hersegóvínu.
Valgeir fékk rautt spjald í uppbótartíma í síðasta keppnisleik sínum með U21 landsliðinu og er því í leikbanni gegn Bosníu-Hersegóvínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson er einn af þremur markvörðum í landsliðshópnum sem tilkynntur var í gær fyrir komandi leiki í undankeppni EM.

Elías er varmarkvörður fyrir Jonas Lössl hjá FC Midtjylland í Danmörku, var það allavega í þjálfaratíð Albert Capellas sem látinn var taka pokann sinn eftir tap gegn Lyngby um síðustu helgi.

Elías var aðalmarkvörður á síðasta tímabili, lenti í meiðslum sem urðu til þess að hann missti af tveimur landsliðsverkefnum og missti svo sætið í liðinu hjá Midtjylland í lok ágúst.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í stöðuna á Elíasi í viðtali í dag.

„Það er alltaf betra þegar menn eru að spila, sérstaklega markmenn. Þetta er ákveðinn ryþmi sem menn þurfa að hafa. Ég veit hvernig Elli er, hvernig hann er að æfa, hvað hann er að gera. Við vitum hversu góðu markmaður hann er. Það er mikilvægt að spila leiki af því maður lærir leikinn og fær reynsluna af því að spila leikina. Þrátt fyrir það finnst mér að hann eigi meira en skilið að vera í þessum hóp núna."

„Midtjylland var að skipta um þjálfara, kannski er hann í liðinu núna um helgina - við skulum vona það."


Finnst þér skrítið að Elías sé ekki númer eitt hjá Midtjylland?

„Ég myndi vilja að hann væri númer eitt, en þjálfarinn sem tók við taldi að í sinni hugmyndafræði væri betra að vera með Jonas í markinu, taldi hann betri í fótunum. Það var í raun ástæðan sem Elli fékk fyrir því að hann væri ekki byrjunarliðsmaður. Við skulum sjá hvaða þjálfari kemur inn og hvað sá þjálfari vill gera."

Hákon Rafn Valdimarsson er aðalmarkvörður Elfsborg. Íhugaðiru að velja Hákon fram yfir Elías?

„Við eigum marga mjög góða markmenn. Hákon stóð sig mjög vel, þrátt fyrir veikindi, í janúarverkefninu. Frederik (Schram) var mjög góður, eins og Hákon, bæði í janúar- og nóvemberverkefninu. Það var einn af hausverkjunum, að þurfa að velja þrjá markmenn af öllum þessum góðu markmönnum sem við eigum. Ég íhugaði bæði Hákon og Frederik."

Valgeir Lunddal Friðriksson mun taka út leikbann í fyrri leiknum, gegn Bosníu-Hersegóvínu, og er ekki í hópnum. Spilar bannið inn í þetta landsliðsval?

„Já, að sjálfsögðu. Við erum með Aron sem er líka í banni í fyrsta leik. Ég taldi það réttast að vera með að hámarki einn leikmann í hópnum sem er í leikbanni í fyrsta leik. Ég ræddi það bara við Valgeir og hann veit hvernig staðan er. Það var í raun bara þetta vandamál, að hann lét reka sig út af í Tékklandi," sagði Arnar.

Sjá einnig:
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Erfiðasti hópur sem Arnar hefur valið - Dagur olli stórum hausverk
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Athugasemdir
banner
banner
banner