Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte býst ekki við sparkinu
Mynd: Getty Images

Mikil óvissa er í kringum framtíð Antonio Conte hjá Tottenham en samningur hans við félagið rennur út í sumar.


Engar viðræður um framlengingu virðast vera í gangi og einhverjar sögur eru um að hann gæti mögulega verið rekinn áður en tímabilinu lýkur.

Liðið er úr leik í Meistaradeildinni en er í 4. sæti deildarinnar. Liðið mætir botnliði Southampton um helgina en Conte var spurður út í stöðu mála í aðdraganda leiksins um helgina.

„Þú spurðir um framtíðina og ég sagði að maður veit ekki hvað gerist því félagið gæti rekið mig. En ég endurtek, ég held að félagið sé ekki að íhuga það. Stjórnarmennirnir sjá daglega hvað ég og teymið erum að gera fyrir félagið," sagði Conte.

„Ekkert félag getur sagt við stjórann að hann muni vera áfram út tímabilið. Fótboltinn er skrítinn. Þú veist ekki hvað gerist á morgun."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner