
Eiður Smári Guðjohnsen hefur blandað sér í umræðuna um mál Alberts Guðmundssonar en hann setti nú í kvöld inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hann virðist gera grín að umræðu síðustu daga.
Eiður var aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar með landsliðið frá því í desember 2020 til loka nóvember 2021 þegar virkjað var endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi hans. Jóhannes Karl Guðjónsson tók við starfi hans.
Eiður Smári virðist gera grín að stöðunni sem er komin upp í færslu sinni á Twitter í kvöld þar sem hann segir:
„Stoppum aðeins!!!
Er bara einn af mínum drengjum í A-landsliði karla í fótbolta??!!
Hvaða andsk rugl????????
Bara smá pabbarant en allavega er uppáhalds barnið mitt þarna???? Ég allavega mæti ekki nema að ég byrji inná…..," skrifar Eiður Smári á Twitter í kvöld. Viðar Halldórsson formaður FH og faðir Arnars Þórs er einn þeirra sem smelltu á Like við færsluna.
Andri Lucas Guðjohnsen sonur Eiðs Smára er í landsliðshópnum sem mætir Bosníu/Herzegóvínu og Liechtenstein síðar í mars en Sveinn Aron Guðjohnsen sem hefur átt sæti í hópnum var ekki valinn að þessu sinni.
Arnar Þór hafði sagt við fjölmiðlamenn í gær að Albert Guðmundsson væri ekki valinn því hann gerði kröfu á byrjunarliðssæti. Guðmundur Benediktsson faðir hans og Albert Brynjar Ingason móðurbróðir hans hafa borið það til baka í yfirlýsingum í dag.
Sjá einnig:
- Albert Brynjar fyllir í eyðurnar: Tekinn fyrir á fundi fyrir framan liðið
- Gummi Ben: Endalausar árásir að heiðri og persónu Alberts mun ég ekki líða lengur
- Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum