Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Leó frábær og Jökull hélt hreinu
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Blackpool í 1-0 sigri gegn Sunderland í dag.

Sunderland kom í heimsókn til Blackpool á Bloomfield Road í ensku C-deildinni.

Grindvíkingurinn Daníel Leó átti frábæran leik fyrir Blackpool og fær mikið hrós á samfélagsmiðlum. Hann þurfti hins vegar að fara meiddur af velli þegar stundarfjórðungur var eftir. Hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli.

Blackpool vann leikinn 1-0 og er í fimmta sæti deildarinnar með 68 stig. Sunderland er í þriðja sæti.

Jökull hélt hreinu
Hinn 19 ára gamli Jökull Andrésson stóð vaktina í markinu hjá Exeter í ensku D-deildinni gegn Southend í dag.

Svo fór að leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Exeter er í áttunda sæti, einu stigi frá umspilinu þegar liðið á eftri að spila fimm leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner