Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: West Ham tapaði eftir martröð í fyrri hálfleik
Mynd: Getty Images
Newcastle 3 - 2 West Ham
1-0 Issa Diop ('36 , sjálfsmark)
2-0 Joelinton ('41 )
2-1 Issa Diop ('73 )
2-2 Jesse Lingard ('80 , víti)
3-2 Joseph Willock ('82 )
Rautt spjald: Craig Dawson, West Ham ('36)

West Ham vaknaði upp frá martröð í hálfleik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Það dugði þó ekki að lokum.

Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur hjá West Ham, sem er í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þeir virkuðu þreyttir og Newcastle tók forystuna með ansi klaufalegu sjálfsmarki miðvarðarins Issa Diop á 36. mínútu.

Dómarinn beitti hagnaðarreglunni þegar Newcastle skoraði og eftir markið rak hann varnarmanninn Craig Dawson af velli. Hann gaf Dawson sitt annað gula spjald fyrir brot.

Leikurinn versnaði bara fyrir gestina því áður en flautað var til hálfleiks ákvað Lukasz Fabianski, markvörður West Ham, að gefa Newcastle mark. Hann missti boltann í teignum og Joelinton skoraði auðvelt mark.

Staðan var 2-0 í hálfleik og útlitið ekki gott fyrir West Ham, manni færri.

Það er allt hægt í fótbolta og West Ham byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel þrátt fyrir að vera manni færri. „West Ham hafa litið betur út með tíu menn inn á vellinum en 11 í fyrri hálfleik," sagði Neil Lennon, fyrrum stjóri Celtic, á BBC.

Newcastle voru passívir manni færri og þeim refsað fyrir það. Issa Diop skoraði í rétt mark á 73. mínútu og nokkrum mínútum síðar var dæmd vítaspyrna; það var dæmd hendi á Ciaran Clark, varnarmann Newcastle - afskaplega klaufalegt. Jesse Lingard, heitasti maður deildarinnar, fór á vítapunktinn og skoraði.

West Ham spilaði betur í seinni hálfleiknum með tíu menn en þrátt fyrir hetjulega baráttu í seinni hálfleiknum þá fengu þeir ekki neitt út úr leiknum því Joe Willock skoraði sigurmark Newcastle á 83. mínútu, örfáum sekúndum eftir að hann kom inn á.

Lokatölur 3-2 og þessi sigur fer langt með að tryggja Newcastle áframhaldandi veru í deildinni. Liðið er núna níu stigum frá fallsæti. Þetta er afskaplega súrt tap fyrir West Ham sem er í fjórða sæti með 55 stig. Chelsea og Liverpool eiga núna möguleika á því að komast upp fyrir West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner