Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta umferðin verður spiluð eingöngu á gervigrasi
Frá Origo-vellinum þar sem opnunarleikur mótsins fer fram.
Frá Origo-vellinum þar sem opnunarleikur mótsins fer fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tæpar tvær vikur í að það verði flautað til leiks í Pepsi Max-deild karla.

Opnunarleikur mótsins, viðureign Vals og ÍA, verður föstudagskvöldið 30. apríl. Þrír leikir verða á laugardeginum og tveir á sunnudeginum; annar þeirra er stórleikur Breiðabliks og KR.

Helmingur liða í Pepsi Max-deildinni leikur á gervigrasi og verður öll fyrsta umferðin leikin á heimavöllum þessara liða. Vísir benti fyrst á þetta.

Í annarri umferð verða fimm af sex leikjum á grasi en KA fær ekki heimaleik í fyrstu tveimur umferðunum.

Fyrsta umferð:

Föstudagur 30. apríl
19:15 Valur - ÍA (Stöð 2 Sport)

Laugardagur 1. maí
17:00 HK - KA
19.15 Fylkir - FH
19:15 Stjarnan - Leiknir (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur 2. maí
19:15 Víkingur - Keflavík
19:15 Breiðablik - KR (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner