Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 18:58
Victor Pálsson
Konate hefur ekkert heyrt í Liverpool
Mynd: Getty Images
Ibrahima Konate, leikmaður RB Leipzig, hefur ekki verið í sambandi við Liverpool um möguleg félagaskipti.

Konate greinir sjálfur frá þessu en hann hefur verið sterklega orðaður við enska stórliðið síðustu vikur.

Samkvæmt samning Konate má hann fara fyrir 40 milljónir evra og er Liverpool talið vera að skoða þann möguleika.

Varnarmaðurinn veit þó ekki betur en að hann verði áfram í Þýskalandi.

„Ég er samningsbundinn til 2023 og það þarf að virða þá samninga sem maður gerir," sagði Konate sem er 21 árs gamall.

„Það eru oft sögusagnir í gangi í fótboltaheiminum og margir trúa því um leið. Hvorki ég né mínir umboðsmenn hafa fengið símtal frá Liverpool."
Athugasemdir
banner
banner
banner