Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. apríl 2021 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Guðrún og Berglind spiluðu en Cecilía ekki - Jón lék í sigri
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Johan Sahlén/Djurgarden
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var annar Íslendingaslagur dagsins í sænsku úrvalsdeildinni að klárast fyrir stuttu.

Fyrr í dag gerðu Vaxjö og AIK jafntefli en Djurgården lagði Örebro að velli í síðari leik dagsins.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í vörninni hjá Djurgården og Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði 70 mínútur fyrir Örebro. Markvörðurinn efnilegi Cecilía Rán Rúnarsdóttir byrjar tímabilið á bekknum hjá Örebro.



Leikurinn endaði með 1-0 sigri Djurgården. Sara Olai var allt í öllu en hún skoraði sigurmarkið og fékk svo að líta rautt spjald þegar um 20 mínútur voru eftir. Örebro náði ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar.

Jón Guðni spilaði í sigri
Í úrvalsdeild karla spilaði Jón Guðni Fjóluson í vörn Hammarby í 2-0 sigri gegn Mjällby.

Jón Guðni spilaði allan tímann í nokkuð þægilegum sigri. Hammarby tapaði fyrsta leik sínum í deildinni gegn Malmö en er núna komið á blað.

Í B-deildinni spilaði Bjarni Mark Antonsson allan leikinn fyrir Brage í 0-1 tapi gegn Falkenberg. Brage er með eitt stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner