Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   mið 17. apríl 2024 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Juventus þarf að greiða Ronaldo 19,5 milljónir evra
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo hefur unnið mál sitt gegn ítalska félaginu Juventus en hann stefndi því vegna vangoldinna launa. Þetta kemur fram í Gazzetta dello Sport.

Ronaldo var á mála hjá Juventus frá 2018 til 2021 og þénaði um 31 milljón evra í árslaun.

Þegar Covid-faraldurinn kom upp samþykktu leikmenn að fresta greiðslum en þetta fyrirkomulag var notað hjá fjölmörgum félögum allan heim til að halda rekstrinum í lagi.

Ronaldo gerði því samkomulag við Juventus um að fá launin greidd síðar, en þau hafa ekki enn skilað sér. Tæp þrjú ár eru liðin síðan samkomulagið var gert og ákvað Ronaldo því að stefna félaginu.

Gazzetta dello Sport greinir frá því í dag að Ronaldo hafi unnið málið og var Juventus gert að greiða honum 19,5 milljónir evra.

Ronaldo er ekki sá eini sem hefur stefnt Juventus en argentínski sóknartengiliðurinn Paulo Dybala fór sömu leið. Hann telur sig eiga 3,7 milljónir evra inni hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner