Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. maí 2021 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: KA-vélin heldur áfram að malla
KA er á toppi Pepsi Max-deildarinnar.
KA er á toppi Pepsi Max-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tíu stig eftir fjóra leiki.
Tíu stig eftir fjóra leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Keflavík 1 - 4 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('15 )
1-1 Ástbjörn Þórðarson ('22 )
1-2 Ásgeir Sigurgeirsson ('25 )
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('43 , misnotað víti)
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('62 )
1-4 Elfar Árni Aðalsteinsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

KA heldur áfram að gera frábærlega í byrjun Íslandsmótsins. Akureyringar eru komnir með tíu stig eftir aðeins fjóra leiki í mótinu.

KA heimsótti nýliða Keflavíkur suður með sjó og þeir tóku forystuna eftir stundarfjórðung. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA-mönnum yfir með flottu skoti.

Ástbjörn Þórðarson jafnaði metin fyrir Keflavík á 22. mínútu en staðan var ekki lengi 1-1 því Ásgeir kom KA yfir með öðru marki sínu þremur mínútum síðar. „Grímsi með gullfyrirgjöf úr aukaspyrnunni sem dæmd var á Rúnar. Boltinn teiknaður beint á ennið á Ásgeiri sem rís hæst á fjærstöng og skallar boltann í netið. Sindri var í boltanum en það var bara ekki nóg," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu.

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið í miklu stuði í upphafi móts og hann fékk tækifæri til að skora úr vítaspyrnu á markamínútunni. Sindri Kristinn varði þó frábærlega frá honum og var staðan 2-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Hallgrímur kvittaði fyrir það og gladdi Eyjabita-spilara með því að skora í seinni hálfleiknum, nánar tiltekið á 62. mínútu. „Eftir innkast út við hornfána tekst Keflvíkingum ekki að hreinsa boltann almennilega. Grímsi tekur sér stöðu við D-bogann og fær boltann.
Tekur eina létta snertingu og leggur boltann svo snyrtilega í hornið. Keflvíkingar alls ekki sáttir og vilja brot í aðdragandanum. Mögulegur olnbogi í teignum áður en Hallgrímur fékk boltann,"
skrifaði Sverrir.

Keflavík var ekki mjög líklegt til að vinna sig aftur inn í leikinn og lokatölur 1-4 fyrir KA sem er með tíu stig á toppi deildarinnar. Elfar Árni Aðalsteinsson kom inn af bekknum og skoraði sitt fyrsta mark í sumar áður en flautað var af.

Frábær byrjun hjá lærisveinum Arnars Grétarssonar á mótinu. Keflavík er með þrjú stig.

Leikir kvöldsins:
18:30 Keflavík - KA
19:15 ÍA - Stjarnan
19:15 KR - Valur
19:15 HK - FH
Athugasemdir
banner
banner