Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. maí 2022 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Barca vill halda De Jong en gæti þurft peninginn
Mynd: EPA

Framtíð hollenska miðjumannsins Frenkie de Jong hjá Barcelona er í óvissu.


Xavi vill ólmur halda honum innan sinna raða en Börsungar gætu selt De Jong til að rétta úr slæmri fjárhagsstöðu.

„Ég hef oft sagt það að De Jong er lykilmaður í mínum áformum en við megum ekki gleyma aðstæðum og fjárhagslegum skuldbindingum félagsins," sagði Xavi.

Joan Laporta, forseti Barca, tók í svipaða strengi og aðalþjálfarinn.

„Ég veit ekki hvort við þurfum að selja mikilvæga leikmenn í sumar. Kannski þurfum við þess ekki en ég veit það ekki eins og staðan er í dag. Fjárhagurinn er í forgangi."

Barca gæti verið að missa Ousmane Dembele frá sér á frjálsri sölu í sumar. Félagið getur ekki boðið honum jafn góðan samning og helstu keppinautar í Evrópu.

De Jong er talinn vilja vera áfram hjá Barcelona til að spila í Meistaradeildinni.

Erik ten Hag, sem hefur þjálfað Ajax undanfarin fimm ár, vill sannfæra fyrrum lærling sinn um að ganga til liðs við sig og Donny van de Beek hjá Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner