Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. maí 2022 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
England: Sigurmark Matip heldur titilvonum Liverpool á lífi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Southampton 1 - 2 Liverpool
1-0 Nathan Redmond ('13)
1-1 Takumi Minamino ('26)
1-2 Joel Matip ('67)


Liverpool er ekki búið að missa af Englandsmeistaratitlinum eftir góðan sigur á útivelli gegn Southampton í kvöld.

Jürgen Klopp hvíldi níu mikilvæga byrjunarliðsmenn í leiknum og tefldi því fram hálfgerðu varaliði, sem var þó við stjórn allan tímann.

Nathan Redmond kom heimamönnum yfir eftir laglegt einstaklingsframtak snemma leiks. Skot hans utan teigs fór af varnarmanni og í netið en þetta reyndist eina marktilraun Southampton sem hæfði rammann í leiknum.

Takumi Minamino var ekki lengi að jafna eftir góða sókn og stoðsendingu frá Diogo Jota og var staðan 1-1 í hálfleik.

Liverpool hélt áfram að stjórna gangi mála eftir leikhlé og skoraði Joel Matip það sem reyndist vera sigurmarkið með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu á 67. mínútu.

Southampton reyndi að sækja á lokamínútunum en það gekk ekki og virtist sigur Liverpool aldrei í hættu eftir skallamark Matip.

Liverpool er einu stigi eftir Manchester City fyrir lokaumferðina. Liðið þarf að vinna heimaleik gegn Wolves og treysta á að Aston Villa taki í það minnsta stig á Etihad Stadium um helgina.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner