Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 17. maí 2022 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool vildi aukaspyrnu í aðdraganda opnunarmarksins

Staðan er jöfn 1-1 í hálfleik hjá Southampton og Liverpool í mikilvægum leik fyrir þá síðarnefndu í ensku úrvalsdeildinni.


Jürgen Klopp þurfti að gera níu breytingar á byrjunarliði Liverpool fyrir leikinn í dag en 'varaliðið' hefur verið við algjöra stjórn í þessum fyrri hálfleik.

Nathan Redmond skoraði með einu marktilraun Southampton, sem fór af varnarmanni, og jafnaði Takumi Minamino metin tæpu korteri síðar.

Mark Redmond er umdeilt þar sem brotið virtist vera á Diogo Jota í aðdragandanum og eru stuðningsmenn Liverpool vonsviknir að VAR hafi ekki skorist í leikinn.

Atvikið má sjá með að smella hér


Athugasemdir
banner