þri 17. maí 2022 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu rauða spjaldið á Kristal
Kristall í baráttunni í gær.
Kristall í baráttunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í uppbótartíma í leik Víkings og Breiðabliks fékk Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, beint rautt spjald.

Kristall „setti olnbogann í bringuna á Davíð" Ingvarsson eins og Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks komst að orði í viðtali eftir leik.

„Hann barðist mjög vel en lét skapið hlaupa með sig í gönur í lokin en ég sá þetta ekki. Þetta er hluti af lærdómnum. Þetta eru ungir leikmenn og menn eru pirraðir því menn vilja þetta svo mikið en svo sérðu þetta vera að fjara út og þá grípuru til örþrifaráða en auðvitað á hann ekki að gera svona hluti," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik


Arnar Gunnlaugs: Þetta var ekki 3-0 leikur
Damir um rauða spjaldið: Þetta var klárt rautt spjald
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner