þri 17. maí 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðurkenning fyrir íslenskan þjálfara að fá að starfa erlendis
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudag var greint frá því að Brynjar Björn Gunnarsson væri farinn frá HK og væri tekinn við sænska félaginu Örgryte. Örgryte er lið í næstefstu deild í Svíþjóð en Brynjar spilaði með liðinu á sínum tíma.

Brynjar er 46 ára gamall og hafði verið þjálfari HK frá því hann tók við fyrir tímabilið 2018. Þar á undan hafði hann verið í þjálfarateymi Stjörnunnar. Brynjar er KR-ingur sem fór árið 1997 í atvinnumennsku áður en hann sneri heim í KR árið 2013. Sem atvinnumaður erlendis lék Brynjar með Vålerenga og Moss í Noregi, Örgryte í Svíþjóð og Stoke, Nottingham Forest, Watford og Reading á Englandi. Þá lék hann 74 landsleiki. Hann var hjá Örgryte árið 1999.

Fótbolti.net ræddi við Frosta Reyr Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar HK, í dag og spurði hann út í aðdragandann að því að Brynjar tók við sænska félaginu.

Sjá einnig:
Þriggja manna teymi hjá HK í næsta leik
Brynjar Björn hættur með HK (Staðfest)

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en við komumst að samkomulagi um að þetta yrði niðurstaðan. Við óskum honum velfarnaðar. Hann er búinn að gera góða hluti fyrir HK," sagði Frosti. „Þetta fór í gang á föstudag og gerðist því allt mjög hratt."

Þurfti Örgryte að koma með eitthvað að borðinu gagnvart HK til að fá Brynjar lausan eða var hann laus um leið og erlent félag sýndi áhuga?

„Við náðum samkomulagi við alla aðila."

„Ég horfi á þetta sem viðurkenningu fyrir íslenskan þjálfara að fá að starfa erlendis. Það eru ekki svo margir sem fá það tækifæri. Brynjar er öflugur þjálfari, með mikla reynslu sem leikmaður og náði mjög langt á sínum ferli,"
sagði Frosti.
Athugasemdir
banner
banner
banner