Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 17. júní 2019 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Roma: Upplifun Totti víðs fjarri raunveruleikanum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Francesco Totti hélt langan fréttamannafund fyrr í dag þar sem hann tilkynnti að hann væri að yfirgefa AS Roma eftir 30 ár hjá félaginu.

Totti ræddi um allt sem viðkemur Roma á fundinum og hélt lítið aftur af sér. Hann gagnrýndi stjórn félagsins og sagðist ekki ætla að koma aftur fyrr en nýir eigendur taka yfir.

Totti hefur starfað sem tæknilegur ráðgjafi hjá Roma undanfarin tvö ár en yfirgaf félagið því hann taldi sig ekki hafa neitt vald. Enginn hlustaði á hans hugmyndir eða skoðanir og því tilgangslaust fyrir hann að vera áfram hjá félaginu.

„Ákvörðun Francesco Totti um að yfirgefa AS Roma olli okkur miklum vonbrigðum. Við buðum honum starf sem yfirmaður íþróttamála eftir að Monchi yfirgaf félagið og vorum að bíða eftir svari," segir í yfirlýsingunni.

„Staðan sem við buðum Francesco er ein sú áhrifamesta innan félagsins. Við vorum tilbúnir til að sýna Francesco þolinmæði og aðstoða hann við að koma sér fyrir nýju starfi. Við trúðum að hann myndi vaxa inn í starfið og aðlagast því með tímanum.

„Við áttum okkur á því að það hefur verið erfið ákvörðun að yfirgefa Roma eftir 30 ár. Við teljum að hans upplifun af staðreyndum og ákvörðunum sem teknar voru á tíma hans hjá félaginu sé víðs fjarri raunveruleikanum."


James Pallotta er eigandi Roma og gagnrýndi Totti hann einnig á fundinum. Totti segist aldrei hafa rætt við Pallotta augliti til auglitis á þessum tveimur árum, en Pallotta er búsettur í Bandaríkjunum. Hann telur Pallotta ekki hafa hugmynd um hvað sé í gangi hjá félaginu vegna lélegs upplýsingaflæðis.

Totti var spurður nokkrum sinnum hvort hann gæti snúið aftur til Rómar með fjárfestahóp sem myndi gera hann að forseta. Totti sagðist ekki ætla að útiloka neitt.

„Varðandi mögulega endurkomu með nýjum fjárfestahópi þá vonum við að þetta sé ekki snemmbúin tilkynning fyrir yfirtökutilraun. Það væri afar viðkvæmt mál þar sem AS Roma er skráð á verðbréfamarkað.

„Við óskum Francesco alls hins besta í framtíðinni."

Athugasemdir
banner
banner