Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 17. júní 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Castagne heppinn að ferlinum sé ekki lokið
Bakvörðurinn Timothy Castagne gekkst undir sex klukkutíma aðgerð á þriðjudag eftir að hafa meiðst illa á Evrópumótinu.

Castagne, sem leikur með Leicester, lenti í samstuði við Daler Kuzyaev, leikmann Rússlands, í fyrsta leik á mótinu með þeim afleiðingum að gagnaugað bólgnaði strax upp.

Hann brotnaði á tveimur stöðum í augntóft og þurfti að gangast undir aðgerð vegna þess.

Brotið var flóknara en upphaflega var talið og segir HLN frá því að ef höggið hefði verið þremur sentímetrum hærra, að þá væri ferill hans á enda. Hann verður þess í stað frá í sex til átta vikur.

Belgía leikur sinn annan leik á EM í dag þegar þeir mæta Danmörku í Kaupmannahöfn.


Athugasemdir
banner